Nökkvi í æfingahópi U17

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið 30 manna hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 10.-12. október.

Í þeim hópi er Þórsarinn Nökkvi Hjörvarsson.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Nökkvi er 16 ára gamall miðjumaður sem lék bæði með 2. og 3.flokki í sumar.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði í Garðabæ. Þær eru liður í undirbúningi liðsins fyrir fyrstu umferð undankeppni EM 2023 dagana 25.-31. október. Ísland er í riðli með Norður Makedóníu, Frakklandi og Lúxemborg, en leikið verður í Norður Makedóníu.

Óskum Nökkva til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.