Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þór vann afar öruggan sigur á Njarðvík í Bónusdeildinni í körfubolta í kvöld er liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Njarðvíkurliðið hafði verið á mikilli siglingu þegar kom að leik kvöldsins en þær voru í 2.sæti deildarinnar og höfðu unnið fimm leiki í röð.
Þórsliðið mætti hins vegar af miklum krafti til leiks og vann fyrsta leikhluta með ellefu stiga mun, 33-22 og þegar leið á leikinn jókst bara munurinn með liðunum. Frábær frammistaða okkar liðs skilaði að lokum sannfærandi 21 stigs sigri, 106-85.
Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.
Næsti leikur í deildinni er heimaleikur gegn Val þann 10.desember næstkomandi.