Öruggur Þórssigur gegn Hamri-Þór

Öruggur Þórssigur gegn Hamri-Þór

Á sama tíma og Þórsstúlkur unnu Hamar-Þór örugglega töpuðu strákarnir okkar stórt gegn Sindra. Lokatölur Þórs og Sindra 98:50 

Þór vann þriðja heimaleikinn í röð í kvöld þegar liðið tók á móti Hamri-Þór í 1. deild kvenna í körfubolta, lokatölur 81:61.

Þór hafði töluverða yfirburði í leiknum í kvöld og leiddu nánast frá upphafi leiks til enda ef frá er talið þegar gestirnir komust yfir 2:3 eftir einnar mínútna leik það var í eina skiptið sem gestirnir voru yfir. Þórsstúlkur höfðu talsverða yfirburði í leiknum alls staðar á vellinum og þær Maddie og Eva Wium fór fyrir sínu liði en Jenna Mastellone var allt í öllu hjá gestunum.

Þór vann fyrsta leikhlutann með níu stigum og annan leikhlutann með sjö stigum og leiddu því með sextán stigum í hálfleik 41:25. Þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik var Maddie komin með 18 stig, Eva Wium 13 og Heiða Hlín 5. Hjá gestunum var Jenna Mastellon með 11 stig og Emma Hrönn með 5 stig.

Segja má að Þór hafi lagt grunninn að sigrinum með frammistöðu sinni í fyrri hálfleik. Leikurinn jafnaðist í síðari hálfleik en Þór vann þriðja leikhlutann með einu stigi 21:20 og þann fjórða með þrem stigum 19:16 og tuttugu stiga sigur staðreynd 81:61.

Maddie sem lék á alls oddi lenti í villuvandræðum og fór því tiltölulega lítið fyrir henni í lok þriðja leikhluta og í þeim fjórða. En það kom ekki í veg fyrir að hún skoraði 31 stig í leiknum tók 26 fráköst og var með 3 stoðsendingar. Þá var Eva Wium drjúg og hún skoraði 20 stig, tók 10 fráköst og var með 6 stoðsendingar.

Þegar kom að fráköstum voru yfirburðir Þórs með hreinum ólíkindum. Liðið tók 76 fráköst í kvöld gegn 35 gestanna. Alls voru fjórir leikmenn með fleiri en 10 fráköst en hjá gestunum voru þær Emma Hrönn og Jenna með 6 fráköst hvor aðrar voru með minna. En hjá gestunum var Jenna Mastellone allt í öllu hún skoraði 33 stig af 61 sem liðið skoraði.

Gangur leiks eftir leikhlutum: 16:7 / 25:18 (41:25) 21:20 / 19:16 = 81:61

Framlag leikmanna Þórs: Maddie 31/26/3, Eva Wium 20/10/6, Rut Herner 6/10/2, Heiða Hlín 6/4/0, Karen Lind 4/3/1, Vaka Bergrún 3 stig, Emma Karólína 2/11/2. Þá spiluðu einnig þær Jóhanna Björk og Valborg Eva en þeim tókst ekki að skora í kvöld.

Framlag leikmanna Hamars-Þórs: Jenna Mastellone 33/6/3, Jóhanna Ýr 8/1/0, Emma Hrönn 5/6/0, Gígja Rut 4/3/2, Hildur Björk 3/2/0, Gígja Marín 3/3/0, Anna Katrín 2/1/0, Helga María 2/0/0 og Stefanía Ósk 1/3/1.

Nánari tölfræði

Staðan í deildinni 

Í næstu umferð sækir Þór lið Aþenu heim og fer sá leikur fram í Austurbergi miðvikudaginn 12. október klukkan 19:15.

Myndir úr leiknum í kvöld Palli Jóh

Viðtal við Daníel Andra