Óskar Jónasson meistari Píludeildar Þórs í 301 einmenning 2022.

Óskar Jónasson meistari í 301 einmenning hjá Píludeild Þórs
Óskar Jónasson meistari í 301 einmenning hjá Píludeild Þórs

Meistaramót Píludeildar Þórs í 301 einmenning fór fram síðastliðin laugardag. 26 keppendur mættu til leiks og er gaman að segja frá því að þetta er fjölmennasta 301 meistaramót sem haldið hefur verið á Íslandi á þessu ári. Gleðiefni og það má með sanni segja að pílukast sé á hraðri uppleið á Akureyri. 

Það sem er öðruvísi við 301 einmenning er að til að geta byrjað að skjóta sig niður þarf að hitta í tvöfaldan reit. Klára þarf svo leikinn líkt og í 501, á tvöföldum.

Meistaramótið var spilað í 4 riðlum og efstu 4 í hverjum riðli fyrir sig fóru áfram í 16 liða útslátt. 

Í undanúrslitum mættust Sigurður Þórisson vs Valþór Atli og Óskar Jónasson vs Hallur Guðmundsson. Það fór svo að Sigurður Þórisson og Óskar Jónasson mættust í úrslitum og var það Óskar sem sigraði 5-4 eftir frábæran úrslitaleik. 

Sýnt var frá tveimur spjöldum allt mótið og voru allir leikir frá og með 8 manna úrslitum sýndir beint. Hægt er að horfa á útsendinguna á eftirfarandi slóðum:

 

Óskum Óskari Jónassyni til hamingju með sigurinn.

 

Næst á dagskrá er FitnessSport Íslandsmótið nk sunnudag (30.okt) á Bullseye í Reykjavík. Píludeild Þórs verður með hópferð á mótið og fara tveir 9 manna bílar frá Akureyri á laugardaginn og svo heim að móti loknu. Píludeild Þórs sér um ferðakostnað en til þess að geta komið með þarf að vera meðlimur í Píludeild Þórs og skráður á mótið á sunnudaginn. Hvetjum þá sem hafa áhuga á að koma með að skrá sig. Hægt er að sjá frekari upplýsingar á Facebook undir "Píludeild Þórs".

 

Aðstaða Píludeildar Þórs í Laugargötu er svo opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl 19:00-22:00. Allir velkomnir að koma og prófa að kasta. Aðili úr stjórn er ávallt á staðnum á þessum tíma til að aðstoða og hjálpa ef áhugi er fyrir því.

Sigurður Þórisson, 2.sæti í Meistaramóti 301 hjá Píludeild Þórs.