Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Peter Ingi Helgason Jones hefur undirritað leikmannasamning við knattspyrnudeild Þórs.
Samningurinn gildir út 2026 og er fyrsti samningur Peter sem er fæddur árið 2008 og er því á yngsta ári í 2.flokki.
Þessi sautján ára gamli sóknarmaður hefur verið að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki í sumar og skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark í 3-1 sigri á ÍR í Mjólkurbikarnum í apríl. Peter hefur komið við sögu í fjórum leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
Peter hefur verið lykilmaður í 2.flokki í sumar þar sem hann hefur skorað 12 mörk í fjórtán leikjum og er markahæstur okkar manna í þeim aldursflokki.
Við óskum Peter til hamingju með fyrsta samninginn og hlökkum til að fylgjast áfram með honum í Þórsbúningnum.