Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
				
									Íslenska pílukastsambandið hefur birt tölur yfir fjölda félagsmanna í hverju aðildarfélagi eða deild sem starfandi er í pílukasti. Þar kemur fram að píludeild Þórs er fjölmennasta aðildarfélagið innan ÍPS.
Félagsmenn í ÍPS árið 2023 eru samtals 557. Píludeild Þórs er skráð með 105 félaga en Pílufélag Hafnarfjarðar með 104. Á súluritinu sem ÍPS hefur birt á heimasíðu sambandsins eru listuð níu aðildarfélög, en tekið fram að sum félög eigi eftir að skila inn félagsskrá fyrir árið 2023 og þau félög því ekki með á myndinni.
Myndrit: ÍPS