Pílukast: Æfingar fyrir krakka og unglinga hefjast í dag

Æfingar fyrir krakka og unglinga á aldrinum 10-16 ára hefjast í aðstöðunni okkar í dag. 
 
Æfingar verða á sömu dögum og í vor, á mánudögum og miðvikudögum. Æfingar verða frá kl 17:00 - 18:00
 
Skráning iðkenda er á Abler - Þór | Píla | Námskeið | Abler - en æfingagjald á vorönn er 25.000.-
Allir eru velkomnir að kíkja við og prófa!
 
Þjálfari er Óskar Jónasson
 
Sjáumst í pílukasti í aðstöðu Píludeildar Þórs!