Það var alvöru bleik stemmning þegar árlega kvennamót Píludeildar Þórs fór fram í tilefni af bleikum október. 62 konur mættu til leiks sem er án efa nýtt met í fjölda kvenna á pílumóti á Íslandi.
31 lið spiluðu í átta riðlum þar sem efstu tvö liðin fóru áfram í A úrslit og neðri tvö liðin spiluðu í B úrslitum.
Þegar riðlakeppnin kláraðist voru veitt útdráttarverðlaun þar sem um tuttugu konur voru dregnar út og fengu vegleg verðlaun frá styrktaraðilum mótsins.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
2. sæti: Kristjana og Olla
Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju!
Gleðin var við völd allt kvöldið, salurinn var skreyttur með bleiku skrauti og bleikar veitingar voru í boði. Þetta mót hefði ekki verið eins ef það hefði ekki verið fyrir okkar frábæru styrktaraðila sem við sendum okkar bestu þakkir.
Einnig viljum við þakka keppendum fyrir kvöldið en með mótsgjaldi og áheitum söfnuðust 200 þúsund krónur fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis.
Hlökkum til að taka á móti ykkur öllum á bleika mótinu 2026!
Leyfum myndunum að tala sínum máli.