Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Sandra María Jessen er í hópi A-landsliðsins fyrir tvo æfingaleiki í lok nóvember og byrjun desember.
Ísland mætir Kanada og Danmörku í tveimur æfingaleikjum sem fram fara á Pinatar Arena í Alicante á Spáni. Hópurinn var tilkynntur í dag og þar eigum við okkar fulltrúa eins og áður. Sandra María Jessen er í hópnum.
Ísland mætir Kanada föstudaginn 29. nóvember og Danmörku mánudaginn 2. desember.
Sandra María hefur verið fastamaður í landsliðinu að undanförnu en alls hefur hún leikið 45 A-landsleiki og skorað í þeim 6 mörk.
Við óskum Söndru til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu!