Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
				
									Þórsarar unnu Grindvíkinga í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag og luku keppni í 7. sæti deildarinnar.
Með sigrinum fór Þór í 27 stig í 22 leikjum. Þrír voru jafnir í markaskorun fyrir liðið í deildinni, Alexander Már Þorláksson, Aron Ingi Magnússon og Bjarni Guðjón Brynjólfsson, allir með fimm mörk.
Aðeins tveir leikmenn tóku þátt í öllum leikjum liðsins í deildinni í sumar, Aron Birkir Stefánsson og Bjarni Guðjón Brynjólfsson. Aron spilaði allar mínútur í öllum leikjum. Leikurinn á laugardaginn var síðasti leikur Bjarna Guðjóns fyrir Þór í bili því hann gengur nú til liðs við Val.
1-0 - Aron Ingi Magnússon (45’)
2-0 - Bjarni Guðjón Brynjólfsson (58’)
3-0 - Aron Ingi Magnússon (86’)