Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Fyrir leik Þórs og Grindavíkur í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag var Sigurður Marinó Kristjánsson heiðraður af stjórn knattspyrnudeildar.
Sigurður Marinó hefur lagt skóna á hilluna, en hann lék langmestan hluta ferils síns með Þór. Hann á að baki alls 356 leiki í mótum á vegum KSÍ, 327 með Þór og 29 með Magna. Auk þessara leikja eru svo fjórir Evrópuleikir. Sigurður Marinó spilaði 56 leiki með Þór í efstu deild.