Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þórsliðið náði sér aldrei í strik í 0-1 tapleik gegn Þrótturum í Lengjudeild karla í knattspyrnu í leik sem fram fór á Vís-vellinum á Akureyri í dag. Liðinu gekk illa að skapa sér færi og var sigur baráttuglaðra Þróttara sannfærandi og sanngjarn.
Óhugnarlegt atvik átti sér stað í lok leiks þegar markvörður okkar Þórsara, Auðunn Ingi Valtýsson fékk þungt höfuðhögg en skv. heimildum heimasíðunnar er hann á góðum batavegi eftir að hafa fengið nokkuð spor saumuð í höfuðið.
Næsti leikur Þórs er gegn ÍBV á heimavelli og er óhætt að segja að okkar menn þurfi að fara að rífa sig í gang á heimavelli og hafa trú á því að hann sé jafn sterkur fyrir liðið og hann á að vera.