Strákarnir töpuðu gegn Hamri, stelpurnar sækja Stjörnuna heim

Tarojae Brake í leiknum gegn Hamri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Tarojae Brake í leiknum gegn Hamri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Strákarnir töpuðu gegn Hamri, stelpurnar sækja Stjörnuna heim

Í gærkvöld tók Þór tók á móti Hamri í 1. deild karla í körfubolta og var leikurinn í 5. umferð deildarinnar. Eftir fyrstu fjóra leikina vor strákarnir okkar á botni deildarinnar án stiga og þeir freistuðu þess að landa fyrst sigri vetrarins. Skemmst er frá því að segja að leikurinn fór ekki eins og leikmenn Þórs höfðu vænst til því gestirnir úr Hveragerði höfðu þrettán stiga sigur 79:92.

Þór skoraði frystu þrjú stig leiksins en eftir það leiddu gestirnir með allt að tuttugu og tveim stigum. Eins og sést hér að neðan vann Hamar fyrsta, annan og fjórða leikhluta en Þór hafði betur í þeim þriðja. Hamar leiddi í hálfleik með átján stigum 28:46.

Gangur leiks eftir leikhlutum 14:20 / 14:26 (28:46) 28:18 / 23:28 = 79:92

Framlag leikmanna Þórs Tarojae Brake 26/11/4, Smári Jónsson 18/2/2, Toni Cutuk 14/11/1, Hlynur Freyr 8/4/0, Baldur Örn 6/1/0, Kolbeinn Fannar 5/2/0 og Zak Harris 2/7/2.

Framlag leikmanna Hamars: Jose Aldana 20/9/11, Ragnar Ágúst 19/19/0, Björn Ásgeir 17/3/6, Daði Berg 13/6/3, Haukur Davíðsson 12/6/0, Alfonso Gomez 5/3/0, Daníel Sigmar 4/3/0 og Baldur Freyr 2/1/0.

Nánari tölfræði:   

Næsti leikur Þór verður útileikur gegn Selfossi föstudaginn 28. október klukkan 19:15.

Ásgarður 22. október klukkan 16:00

Stjarnan-Þór

Í dag sækja svo stelpurnar okkar topplið Stjörnunnar heim í leik sem fram fer í Ásgarði og hefst klukkan 16:00.

Þegar liðin mætast trónir Stjarnan á toppi deildarinn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir en Þór er í þriðja sætinu með 8 stig einnig eftir fimm leiki.

Hvetjum stuðningsmenn Þórs sem eiga þess kost að fara á leikinn að drífa sig og styðja liðið til sigurs.

Leikurinn hefst eins og áður segir klukkan 16:00