Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Í kvöld kl. 18:15 er komið að öðrum heimaleik Þórs í Subway-deild kvenna í körfubolta þegar lið Snæfells mætir í Höllina.
Eftir sigur á Stjörnunni í fyrsta leik mættu okkar konur liði Fjölnis í annarri umferðinni og töpuðu þeim leik með átta stiga mun. Snæfell hefur tapað báðum leikjum sínum, fyrst á móti Haukum úti og svo Grindavík heima.
Fyrsti heimaleikur Þórs var hin besta skemmtun og stemningin frábær innan og utan vallar og engin ástæða til að búast við öðru í kvöld.
Fyrir þau sem ekki komast á leikinn er tækifæri til að horfa á útsendingu í Þór TV.