Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Tækniskóli Þórs og Þórs/KA 2025 fer fram dagana 6-7.mars næstkomandi en þá daga er vetrarfrí í grunnskólum Akureyrar og því kjörið tækifæri fyrir aukaæfingu fyrir hádegi.
Þjálfarateymi meistaraflokksliðanna okkar munu sjá um skólann ásamt leikmönnum meistaraflokks og því kjörið tækifæri fyrir iðkendur í 4-7.flokki (1-8.bekkur) að æfa undir leiðsögn okkar færustu þjálfara. Einnig munu leikmenn meistaraflokkanna koma að þjálfun á þessum æfingum þar sem áhersla verður á tækniæfingar.
Meistaraflokkur Þórs sér um strákahópinn og meistaraflokkur Þórs/KA um stelpuhópinn.
Nánari upplýsingar eru á skráningartenglunum hér að neðan.