Þór hafði betur gegn Tindastóli

Þór hafði betur gegn Tindastóli

Heimakonur opnuðu leikinn og komust í 4:0 en stelpurnar okkar komust fljótt yfir og náðu mest tíu stiga forskoti í fyrsta leikhluta sem fór 18:22 fyrir Þór. Tindastóll hafi svo betur í öðrum leikhluta og þegar um ein og hálf mínúta lifði leikhlutans komst liðið yfir á ný 37:35. Tindastóll vann leikhlutann með sjö stigum 24:17 en staðan í hálfleik var 42:39.

Hjá heimakonum var Chloe Wanink með 16 stig og Emese Vida með 13.

Hjá Þór var Hrefna með 11 stig, Marín Lind og Maddie með 10 stig hvor.

Lítið var skorað í þriðja leikhluta en heimakonur skoruðu aðeins níu stig gegn fimmtán stigum Þórs sem leiddi með þrem stigum að honum loknum 51:54.

Stelpurnar okkar byrjuðu fjórða leikhlutann mjög vel og eftir rúmlega þriggja mínútna leik hafði liðið náð tíu stiga forskoti 56:66. Þórsarar bættu svo í á lokakaflanum og þegar um tvær mínútur lifðu leiks var staðan 64:81 og útlitið gott hjá okkar stúlkum. Eftir þetta höfðu stelpurnar okkar góð tök á leiknum og þegar mínúta lifði leiks var munurinn orðin 21 stig 64:85.

Þór vann leikhlutann 15:33 og því öruggur tuttugu og eins stiga sigur Þórs 66:87

Í liði Þórs var Maddie með 23 stig og 22 fráköst og þær Hrefna og Marín Lind með 17 stig hvor. Í liði Tindastóls var Chloe með 30 stig og Emese 15 stig og 11 fráköst.

Framlag leikmanna Tindastóls: Chloe Wanink 30/3/4, Emese Vida 15/11/2, Eva Rún8/5/6, Fanney María 7/4/1, Ingigerður Sól 4/0/0 og Inga Sólveig 2/5/1.

Framlag leikmanna Þórs; Maddie 23/22/2, Hrefna 17/5/1, Marín Lind 17/4/1, Heiða Hlín 10/5/4, Emma Karólína 8/7/1, Karen Lind 6/2/0, Eva Wium 4/5/1 og Rut Herner 2/3/4. Að auki fengu þær Vaka Bergrún, Valborg Elva og Jóhanna Björk spilatíma en þeim tókst ekki að skora.

Nánari tölfræði  

Staðan í deildinni  

Gangur leiks eftir leikhlutum: 18:22 / 24:17 (42:39) 9:15 / 15:33 =66:87

Eftir sigur kvöldsins er Þór sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar nú með 14 stig.

Í næstu umferð tekur Þór á móti Snæfelli í leik sem fram fer miðvikudaginn 23. nóvember og hefst klukkan 19:15.

Áfram Þór alltaf, alls staðar