Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Þór verður meðal liða í úrslitahelgi VÍS bikarsins í körfubolta eftir að stelpurnar tryggðu sér farseðil í undanúrslit keppninnar með góðum sigri á Haukum í Höllinni í dag.
Haukar tróna á toppi Bónusdeildarinnar þar sem okkar konur eru í 2.sæti og því um stórleik 8-liða úrslitanna að ræða. Úr varð hörkuleikur þar sem okkar konur höfðu að lokum betur með sjö stiga mun, 94-87.
Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.
Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Haukum í deildinni þann 21.janúar næstkomandi.
Myndir úr leiknum - smellið á myndina hér að neðan. Myndir Palli Jóh