Karfan er tóm.
- Deildir
 - Fréttir & Greinar
 - Fræðsla & Forvarnir
 - Félagið
 - Miðlar & Myndefni
 - Ábending um heiðursmerki
 - Þór TV
 
Knattspyrnudeild Þórs og kvennaráð Þórs/KA hafa samið við íþróttavöruframleiðandann Macron til fjögurra ára.
Allir iðkendur í knattspyrnu hjá Þór og Þór/KA munu því klæðast Macron vörum næstu árin. Macron er virtur framleiðandi frá Ítalíu sem er með fjölda liða á sínum snærum.
Þórs og Þórs/KA vörurnar frá Macron verða fáanlegar í sportvöruversluninni Msport í Kaupangi en einnig á macronnordurland.is
Er þetta eftir okkar vitneskju í fyrsta skipti sem hægt verður að versla Þórs knattspyrnu keppnisfatnað á vefnum.
Þórs og Þórs/KA vörurnar eru væntanlegar í Msport í nóvembermánuði en auglýst verður sérstaklega hér á heimasíðunni og einnig á Sportabler þegar þær koma. Sjálf keppnistreyjan verður ekki fáanleg fyrst um sinn þar sem hönnunarferli hennar er ekki lokið, hins vegar er fjöldi annara vara í boði sem er sniðugur í jólapakkann í ár.
