Tveir Þórsarar með U19 í undanriðli EM

Bjarni Guðjón Brynjólfsson (nr. 8) og Aron Ingi Magnússon (nr. 17) í hópi liðsfélaga í U19 landsliði…
Bjarni Guðjón Brynjólfsson (nr. 8) og Aron Ingi Magnússon (nr. 17) í hópi liðsfélaga í U19 landsliðinu. Myndin er af vef KSÍ.

 

U19 landslið karla hefur í kvöld keppni í undanriðli fyrir EM 2023. Leikið er gegn Skotum, Frökkum og Kasakstönum.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson og Aron Ingi Magnússon, sem er á lánssamningi hjá Venezia á Ítalíu, eru staddir með U19 landsliðinu í Skotlandi og mæta heimamönnum í kvöld kl. 19:30.

Fram kemur í frétt á ksi.is að leikurinn verði í beinu streymi á miðlum skoska knattspyrnusambandsins. Í frétt á vef skoska sambandsins - hér - er vísað á vefsíðu BBC sport þannig að vonandi verður hægt að finna leikinn hér þegar nær dregur.

Íslendingar mæta einnig liðum Frakklands og Kasakstan í riðlinum. Tvö efstu liðin fara áfram í milliriðla ásamt því liði sem er með bestan árangur í 3. sæti. Leikurinn gegn Frökkum verður laugardaginn 19. nóvember, en lokaleikurinn gegn Kasakstönum þriðjudaginn 22. nóvember. Þjálfari U19 liðsins er Ólafur Ingi Skúlason.

Hér má sjá mótið á vef KSÍ.

Hér má finna upplýsingar um mótið og leiki á vef UEFA.