Líf og fjör á 71. Goðamóti Þórs

Mynd úr leik Þórs og Breiðabliks á Goðamótinu. Mynd - SportHero
Mynd úr leik Þórs og Breiðabliks á Goðamótinu. Mynd - SportHero

71. Goðamót Þórs fór fram um helgina í Boganum þar sem 5. flokkur karla atti kappi en um var að ræða fyrsta mót vetrarins hjá flokknum.

Breiðablik, Fjarðabyggð, Hvöt, Höttur, ÍR, KA, KF/Dalvík, Magni, Tindastóll, Vestri, Völsungur auk Þórs tóku þátt í mótinu, alls 50 lið frá þessum tólf félögum.

Fyrir utan harða keppni innan vallar höfðu keppendur í nógu að snúast alla helgina. Ísferð í Ísgerðina í Kaupangi var hluti af Goðamótshelginni auk þess sem keppendur gátu baðað sig í Sundlaug Akureyrar að keppnisdegi loknum. Þá fengu keppendur einnig kynningu á rafíþróttum frá Rafíþróttadeild Þórs, viðburður sem hefur vakið mikla lukku á undanförnum Goðamótum.

Goðamótsmeistarar A-liða – Breiðablik

Goðamótsmeistarar B-liða – Tindastóll

Goðamótsmeistarar C-liða – KA

Goðamótsmeistarar D-liða – Þór

Goðamótsmeistarar E-liða – KA

Goðamótsmeistarar F-liða – Breiðablik

Goðamótsskjöldinn, sem veittur er fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan, hlutu ÍR-ingar.

Næsta Goðamót er um þarnæstu helgi þegar stelpur í 6. flokki spreyta sig.

Sporthero var á svæðinu líkt og vanalega og eru ljósmyndir frá mótinu aðgengilegar mótsgestum hér.