Líf og fjör á handboltaæfingu í 8.flokki

Líf og fjör er búið að vera á handboltaæfingum í september og margir að stíga sín fyrstu spor í greininni. 

Við litum við á handboltaæfingu í gær hjá 8. flokki þar sem krakkar í 1. og 2. bekk voru að æfa. Yfir 30 krakkar voru mættir á æfinguna undir handleiðslu bræðranna Bjarna og Benedikts sem eru þjálfarar flokksins ásamt strákum í 4. flokki.

Við minnum á að frítt er að æfa í september. Sjá nánar hér :)