Aftur sigrar í Færeyjum

Pétur Orri Arnarson
Pétur Orri Arnarson

U15 ára landslið Íslands í fótbolta gerðu góða ferð til Færeyja í vikunni.

Þau Pétur Orri Arnarson, Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir léku á þriðjudag sinn fyrsta landsleik eins og greint var frá hér.

Í gær mættust sömu lið að nýju og í þetta skiptið unnu stelpurnar 2-5 sigur. Kolfinna var í byrjunarliði Íslands en Karlotta hóf leik á bekknum og kom inn á í síðari hálfleik þegar staðan var 2-3 fyrir Íslandi.

Leikið var á Tórsvelli í Þórshöfn.

Pétur Orri hóf leik á varamannabekk Íslands og kom inn á um miðjan síðari hálfleik en þá var staðan jöfn, 0-0. Pétur hjálpaði íslenska liðinu að innbyrða 0-1 sigur.

Unnu strákarnir því báða leiki sína og fjórir íslenskir sigrar staðreynd.

Íslenski hópurinn heldur nú heim á leið og við taka verkefni hjá okkar fólki þar sem nóg er eftir af Íslandsmótinu hjá 3.flokki.

Karlotta og Kolfinna í beinni frá Færeyjum