Alexander Már Þorláksson gengur í raðir Þórs

Nú fyrir skemmstu náðust samningar um að Alexander Már Þorláksson gangi í raðir Þórs þegar félagaskiptaglugginn opnar 29.júní. Hann mun því verða gjaldgengur og klár þegar við fáum Þrótt Vogum í heimsókn 30.júní. Alexander skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Alexander er mikill markaskorari og hefur spilað með Fram í sumar í Bestu deildinni og síðustu 2 ár þar á undan í Lengjudeildinni. Hann hefur komið víða við á ferlinum og leikið meðal annars með KF, ÍA, Fram og Hetti. Hann hefur skorað 122 mörk í 202 leikjum á ferlinum í leikjum á vegum KSÍ

Við bjóðum nýjan Þórsara hjartanlega velkominn í Þorpið!