Aron Ingi og Bjarni Guðjón byrja gegn Frökkum

U17 hópurinn í dag.
U17 hópurinn í dag.

U19 landsliðið mætir Frökkum í undankeppni EM 2023 í Skotlandi í dag kl. 15. Okkar menn byrja báðir.

Íslenska liðið vann það skoska í fyrsta leik sínum í riðlinum á meðan Frakkar burstu Kasakstana, en Ísland mætir Kasakstan í lokaleik sínum í riðlinum á þriðjudag. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil, ásamt liðinu með besta árangurinn í 3. sætinu. Möguleikar Íslands á að komast áfram eru því ágætir, hvernig sem úrslitin verða gefn Frökkum í dag.

Eins og áður hefur komið fram eru tveir fulltrúar Þórs í U19 hópnum, þeir Aron Ingi Magnússon, lánsmaður frá Þór hjá Venezia á Ítalíu, og Bjarni Guðjón Brynjólfsson. Bjarni Guðjón kom inn á undir lok leiksins gegn Skotum, en Aron Ingi kom ekki við sögu. Þeir eru hins vegar báðir í byrjunarliðinu í dag.

Leikur Íslands og Frakklands hefst kl. 15 í dag, laugardag.

Bein textalýsing frá leiknum - á vef UEFA

Upplýsingar um mótið - á vef KSÍ.