Bjarni Guðjón valinn í U19 ára landsliðið

Bjarni Guðjón í leik á SaltPay-vellinum í fyrra.
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson
Bjarni Guðjón í leik á SaltPay-vellinum í fyrra.
Mynd: Akureyri.net/Skapti Hallgrímsson

Bjarni Guðjón Brynjólfsson er í U19 ára landsliðshópi Íslands sem leikur vináttuleiki gegn Írum í byrjun júní.

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem mætir Írlandi í tveimur vináttuleikjum í júní.

Hópinn í heild sinni má sjá hér.

Leikirnir fara báðir fram á Pinatar á Spáni, sá fyrri 1. júní og seinni 4. júní.

Bjarni Guðjón er átján ára gamall miðjumaður, á miðári í 2.flokki, en hefur leikið 25 leiki fyrir meistaraflokk í deild og bikar og skorað í þeim fimm mörk.