Breytingar á stjórn körfuknattleiksdeildar

Breytingar á stjórn körfuknattleiksdeildar

Á framhaldsaðalfundi körfuknattleiksdeildar, sem haldinn var í gær, miðvikudag var aðeins eitt mál á dagskrá þ.e. stjórnarkjör.

Helstu breytingar á stjórn urðu að þeir John Cariglia og Hrafn Jóhannesson gáfu ekki kost á sér í áframhaldandi stjórnarsetu. En fjórir aðilar koma nýir í stjórn og þau eru: Elías Wium, Elín Sif Sigurjónsdóttir, Jón Ingi Baldvinsson og Hildur Ýr Kristinsdóttir.

Stjórn deildarinnar starfsárið 2022-2023 verður þannig skipuð: Hjálmar Pálsson, Einar Örn Aðalsteinsson, Jón Ingi Baldvinsson, Jónas Þór Hafþórsson, Jóhann Jónsson, Sigurður Grétar Sigurðsson, Elías Wium, Elín Sif Sigurjónsdóttir og Hildur Ýr Kristinsdóttir.

Um leið og við þökkum John og Hrafni fyrir þeirra framlag bjóðum við nýtt stjórnarfólk velkomið til starfa.