Emma Júlía með U15 til Englands

Aldís Ylfa Heimisdóttir landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið leikmenn til þátttöku á UEFA Development mót í Englandi dagana 20. - 26.nóvember.

Í hópnum er Emma Júlía Cariglia úr Þór/KA og mun hún þarna fá sín fyrstu tækifæri til að spila landsleik fyrir yngri landsliðin.

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

Við óskum Emmu til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.