Eva Wium og Marín Lind í U20 kvenna í körfubolta

Eva Wium og Marín Lind í U20 kvenna í körfubolta

Þær Eva Wium Elíasdóttir og Marin Lind Ágústdóttir eru í 17 manna hópi U20 landsliðs kvenna í körfubolta og þá eru þeir Páll Nóel Hjálmarsson og Bergur Ingi Óskarsson í æfingahópi U20.

U20 leikmannahópur kvenna í körfubolta fyrir sumarið 2023 er klár en 17 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins síðar í mánuðinum. 12 leikmenn verða svo valdar til að keppa á NM og EM í sumar en Norðurlandamótið fer fram í lok júní í Svíþjóð og FIBA EM mótið fer fram í júlí í Rúmeníu. Aðrir leikmenn verða áfram í æfingahóp og til vara ef upp koma meiðsli.

U20 hópinn má sjá HÉR 

Þarna eigum við Þórsarar tvo fulltrúa þ.e. Evu Wium Elíasdóttir sem nýverið var valinn mikilvægasti leikmaður Þórs í vetur og Marín Lind Ágústsdóttir sem nú leikur með · Arizona Western, USA.

Þá fara fram fyrstu æfingar U20 karla sem kemur fram til fyrstu æfingar sumarsins en hópurinn er skipaður 37 leikmönnum. Þeir Páll Nóel Hjálmarsson og Bergur Ingi Óskarsson eru okkar fulltrúar í þessum hópi.

Óskum þessum flottu leikmönnum til hamingju og góðs gengis.

.

Óskum þessum flottu leikmönnum til hamingju og góðs gengis.

Eva Wium Elíasdóttir í leik með Þór gegn Stjörnunni. Myndi: Palli Jóh

Marin Lind Ágústsdóttir í leik með Þór gegn Snæfelli fyrr í vetur. Mynd: Palli Jóh

Páll Nóel á vítalínunni. Mynd: Palli Jóh

Bergur Ingi Óskarsson í leik með Þór gegn Stjörnunni, Júlíus Orri til varnar. Mynd: Palli Jóh