Fimm Þórsarar til æfinga með U15

U15 ára landslið Íslands kemur saman til æfinga í ágúst og þar eigum við Þórsarar fimm fulltrúa. Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið tvo æfingahópa, annan með leikmönnum fæddum 2008 og hinum með leikmönnum fæddum 2009.

Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson, Kjartan Ingi Friðriksson og Sverrir Páll Ingason munu æfa saman með 2008 árgangnum á meðan Kristófer Kató Friðriksson verður fulltrúi Þórs á æfingum með 2009 árgangi.

Aðeins Breiðablik á fleiri leikmenn í æfingahópunum eða alls sjö leikmenn.

Við óskum strákunum okkar til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.