Fjórir Þórsarar boðaðir á landsliðsæfingar í körfubolta

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfubolta hafa valið sína fyrstu æfingahópa.

Koma U15 & U16 liðin ásamt U18 drengja saman til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna landsliðið hefur æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur. Í þessum sex hópum sem valdir hafa verið eru samtals fjórir Þórsarar í hópunum.

Það eru Emma Karólína Snæbjarnardóttir (U18), Pétur Nikulás Cariglia (U18), Jökull Ólafsson (U18) og Ármann Tumi Bjarkason (U16).

Smelltu hér til að sjá hópana í heild sinni.

Við óskum okkar fólki til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.