Flottur sigur í Vogunum

Bjarni með tvennu. Mynd - Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Bjarni með tvennu. Mynd - Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net

Okkar menn í fótboltanum gerðu góða ferð í Voga á Vatnsleysuströnd í dag þegar Þór heimsótti Þrótt í 20.umferð Lengjudeildarinnar.

Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði bæði mörk okkar manna í öruggum 2-0 sigri en nánar má lesa um leikinn á Fótbolta.net með því að smella hér.

Þórsarar nú í 8.sæti Lengjudeildarinnar með 27 stig þegar tveimur umferðum er ólokið. Næsti leikur strákanna er útileikur gegn KV á laugardaginn eftir viku.

Hinn tvítugi Vilhelm Ottó Biering Ottósson lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik í deild með Þór í dag og stóð sig vel en Vilhelm er stór og stæðilegur vinstri bakvörður sem fór upp í gegnum alla yngri flokka félagsins. Hann var svo lánaður til Dalvíkur/Reynis þar sem hann lék í 3.deildinni fyrri hluta sumars. Óskum Vilhelm til hamingju með fyrsta byrjunarliðsleikinn!