Góður árangur 3.flokkanna okkar í lotu 1

Lotu 1 hjá 3.flokki karla og kvenna lauk um helgina og er þar með fyrstu sjö leikjum liðanna í Íslandsmóti sumarsins lokið en í 3.flokki er spilað í þremur lotum; sjö leikir í hverri lotu og geta lið unnið sig upp eða niður um deild í hverri lotu.

Bæði liðin okkar, Þór og Þór/KA, leika í A-deild og áttu góðu gengi að fagna; eru raunar bæði taplaus.

Stelpurnar unnu riðilinn örugglega með 19 stig, sex sigrar og eitt jafntefli, fjórum stigum á undan FH sem hafnaði í öðru sæti.

Þjálfarar 3.flokks kvenna eru Ágústa Kristinsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir og Pétur Heiðar Kristjánsson.

Strákarnir munu hafna í öðru eða þriðja sæti (einum leik ólokið í riðlinum) með 11 stig, tveir sigrar og fimm jafntefli, þremur stigum á eftir Víkingi R. sem vinna lotu 1.

Þjálfarar 3.flokks karla eru Aðalgeir Axelsson og Kristján Sigurólason.

Nú verður lotu 2 raðað upp en með þessum árangri okkar liða tryggja þau sér fleiri heimaleiki í næstu lotu en ekki verður keppt til Íslandsmeistaratitils fyrr en í lotu 3. Lotukerfið er aðeins í keppni A-liða en við teflum fram þremur liðum í þessum flokkum og hefja B og C-liðin sitt mót á allra næstu dögum; strákarnir um næstu helgi en stelpurnar um þarnæstu helgi.

Óskum krökkunum og þjálfurum þeirra til hamingju með flotta byrjun á tímabilinu.