Gunnhildur Yrsa og fótbolti fyrir alla í Boganum

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, fer um landið í sumar og kynnir …
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, fer um landið í sumar og kynnir fótbolta.

„Fótbolti fyrir alla“ verður í Boganum á morgun, fimmtudaginn 22. júní, kl. 12-13. Opinn tími.

KSÍ stendur fyrir kynningarherferðinni „Fótbolti fyrir alla“ í sumar, en það er kynningarverkefni fyrir einstaklinga með fötlun. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona og leikmaður Stjörnunnar, verður með kynningu á fótbolta fyrir einstaklinga með fötlun í Boganum á morgun, fimmtudaginn 22. júní, kl. 12-13. Hér er um opinn tíma að ræða og er fólk hvatt til að koma og hitta Gunnhildi Yrsu.