Handboltarúta

Handboltarúta

Unglingaráð handboltans hjá Þór ætlar að gera tilraun með akstur á handboltaæfingar hjá 7. og 8.flokki á þriðjudögum og fimmtudögum. Við ætlum að gefa okkur ca. mánuð til reynslu með aksturinn og taka síðan stöðuna á því hvort haldið verður áfram með aksturinn.

Rútan byrjar að ganga fimmtudaginn 18. september. Frítt er í rútuna og einnig er frítt að æfa í september.

Þór heldur ekki utan um skráningu í rútu og því þurfa foreldrar að láta starfsfólk frístundar vita að þeirra barn ætli að nýta sér rútu.

Hérna má sjá tímaplan fyrir rútuna á þriðjudögum og fimmtudögum

13:30 Oddeyrarskóli

13:40 Glerárskóli

13:50 Giljaskóli

13:55 Síðuskóli

Handboltaæfing kl 14. - 7. flokkur (3. og 4. bekkur strákar)

14:30 Oddeyrarskóli

14:40 Glerárskóli

14:50 Giljaskóli

14:55 Síðuskóli

Handboltaæfing kl 15. - 8. flokkur (1. og 2. bekkur, strákar og stelpur)

Eftir æfingu. Skila 7. flokki (3. og 4. bekkur strákar)

15:05 Síðuskóli brottför

15:10 Giljaskóli

15:15 Glerárskóli

15:20 Oddeyrarskóli

Það er ekki rúta heim eftir 8. flokks æfingu sem líkur kl 16

 

Hér má sjá æfingartöfluna