Handbolti, körfubolti, fótbolti - úrslit helgarinnar

Það var mikið um að vera hjá boltaíþróttaliðunum okkar um helgina, handbolti, körfubolti og fótbolti á dagskránni og bæði sætir sigrar og súrt tap sem litu dagsins ljós. Sigur í handbolta, tap og sigur í körfubolta, sigrar í fótbolta. Þar sem ritstjóra hefur ekki gefist tími til að fjalla um alla þessa leiki jafnóðum verður hér rennt yfir helstu tölur og úrsilt helgarinnar. 

Þór vann Hörð í úrslitakeppni 1. deildar karla í handbolta, 31-26. Þór tapaði fyrir Grindavík, 85-101, í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Þór vann Skallagrím í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta, 89-88. Þór/KA vann Völsung, 6-0, æfingaleik í fótbola. Þór vann KFA, 5-1, í 64ra liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla í fótbolta. Þór mætir Gróttu á útivelli í 32ja liða úrslitum.

Föstudagur

Þórsarar tóku á móti liði Harðar í úrslitakeppni Grill 66 deildar karla í handbolta og þurftu sigur til að halda áfram keppni. Hörður hafði unnið fyrsta leik liðanna á Ísafirði, en vinna þarf tvo leiki til að fara áfram. Þórsarar unnu nokkuð öruggan og sanngjarnan sigur, 31-25, þar sem gestina virtist skorta bensín á tankinn á lokakaflanum. Fjallað var um leikinn hér á heimasíðunni - sjá hér. 

Þegar þetta er ritað er að styttast í oddaleik liðanna sem fram fer á Ísafirði í kvöld og hefst kl. 19:30. Þar verður án efa hart barist og mikil stemning því hörðustu stuðningsmennirnir söfnuðust saman í Hamri í morgun og héldu með rútu vestur til að styðja liðið til góðra verka. Sigurliðið í viðureign Þórs og Harðar í kvöld mætir Fjölni í úrslitaeinvígi um það hvaða lið fylgir ÍR-ingum upp í Olísdeildina að ári.

Handboltaáhugafólk ætlar að koma saman í salnum í Hamri í kvöld og horfa saman á leikinn. 

Laugardagur

Það var svokallaður tvíhöfði í Höllinni þegar kvenna- og karlalið Þórs fengu Grindvíkinga og Borgnesinga í heimsókn norður í úrslitakeppnum Subway-deildar kvenna og 1. deildar karla.

Tap og 0-2 undir í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna - Eftir jafnan og spennandi leik fyrstu þrjá leikhlutana í öðrum leik Þórs og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna tóku gestirnir völdin og unnu að lokum 16 stiga sigur. Það er erfitt að skrifa um þennan leik og sérstaklega ákveðna tímapuntka og vendipunkta í leiknum án þess að fjalla um þriðja aðila leiksins, en það verður ekki gert hér.

Þór - Grindavík (28-21) (17:25) 45:46 (27:24) (13:31) 85:10 

Stig/fráköst/stoðsendingar: Maddie Sutton 27/7/7, Lore Devos 21/8/2, Eva Wium Elíasdóttir 10/1/7, Emma Karólína Snæbjarnardóttir 9/4/2, Heiða Hlín Björnsdóttir 8/3/0, Hrefna Ottósdóttir 6/1/2, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 4/2/0, Rebekka Hólm Halldórsdóttir 0/1/0.

Þær grindvísku eru þar með komnar í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit. 

  • Ítarleg tölfræði leiksins (kki.is)
  • Næsti leikur, Subway-deild kvenna: Grindavík - Þór - þriðjudaginn 16. apríl kl. 19:00 í Smáranum

Sigur og 2-1 forysta í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla - Óhætt er að segja að viðureignir Þórs og Skallagríms í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta hafi verið jafnar og spennandi. Skallagrímur vann í Höllinni á Akureyri í fyrsta leik með tveggja stiga mun, en Þórsarar svöruðu því með tveggja stiga sigri í Borgarnesi. Hafi fólki ekki fundist þeir leikir nógu jafnir þá var því svarað á laugardagskvöldið Þegar Þórsarar unnu með eins stigs mun. Þeir tóku þar með forystuna í einvíginu og eiga möguleika á að klára það og fara áfram í undanúrslit ef þeir vinna næsta leik, en hann fer fram í Borgarnesi á miðvikudagskvöld og hefst kl. 19:15.

Þór - Skallagrímur (20-23) (24-18) 44-41 (22-19) (23-28) 89-88

Stig/fráköst/stoðsendingar: Reynir Róbertsson 24/7/4, Jason Gigliotti 14/4/3, Baldur Örn Jóhannesson 15/10/2, Harrison Butler 14/4/3, Smári Jónsson 11/0/5, Hákon Hilmir Arnarsson 5/2/0, Páll Nóel Hjálmarsson 0/1/2, Andri Már Jóhannesson 0/2/0. 

  • Ítarleg tölfræði leiksins (kki.is)
  • Næsti leikur, 1. deild karla: Skallagrímur - Þór - miðvikudaginn 17. apríl kl. 19:15 í Borgarnesi. 

Sunnudagur

Sigur í æfingaleik og stutt í alvöruna í Bestu deildinni. Nú er innan við vika í að keppni hefjist í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þór/KA og Völsungur léku æfingaleik í gær þar sem lokatölur urðu 6-0. Mörkin: Sonja Björg Sigurðardóttir 2, Bríet Jóhannsdóttir, Emelía Ósk Krüger, Lara Ivanuša, Sandra María Jessen. Leikurinn var með frjálslegra móti, tvær frá Þór/KA lánaðar í Völsung í fyrri hálfleik, en spiluðu með Þór/KA í þeim seinni, ásamt því að leikið var án dómara.

Þór/KA - Völsungur 6-0 (3-0)

  • Næsti leikur, Besta deildin: Valur - Þór/KA - sunnudagur 21. apríl kl. 15 á Valsvellinum.

Sigur í Mjólkurbikarnum og Þórsarar í 32ja liða úrslit. Karlalið Þórs í knattspyrnu hóf leik í Mjólkurbikarkeppninni í gær þegar strákarnir tóku á móti liði KFA í Boganum. Þór vann öruggan 5-1 sigur og er þar með komið í 32ja liða úrslit.

Þór - KFA 5-1 (3-0)

  • 1-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason (3')
  • 2-0 Rafael Alexandre Romao Victor (23')
  • 3-0 Sjálfsmark mótherja (35')
  • 4-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason (58')
  • 4-1 Tómas Atli Björgvinsson (62')
  • 5-1 Alexander Már Þorláksson (81')
  • Leikskýrslan (ksi.is)
  • Mjólkurbikarinn (ksi.is)

Dregið var í 32ja liða úrslitin í hádeginu í dag og fengu Þórsarar útileik gegn Gróttu. Samkvæmt mótavef KSÍ er leikurinn á dagskrá á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 25. apríl (sumardaginn fyrsta) kl. 16.

  • Næsti leikur, Mjólkurbikarinn: Grótta - Þór - fimmtudaginn 25. apríl kl. 16:00 á Seltjarnarnesi.