Handbolti: Þórsarar fara í Kórinn í dag

Í dag er komið að fjórða leik Þórs í Grill 66 deild karla í handbolta þegar okkar menn mæta ungmennaliði HK í Kórnum í Kópavogi.

Ungmennalið HK hefur gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum, en Þórsarar eru með tvo sigra og eitt jafntefli, sitja í 2. sæti deildarinnar, jafnir Fjölni að stigum, en stigi á eftir ÍR.

Staðan í deildinni að loknum þremur umferðum:

Fróðleiksmolar eftir fyrstu þrjár umferðirnar

  • Kristján Páll Steinsson er í 3. sæti yfir meðalfjölda varinna skota í leik, með 12,3 skot varin.
  • Brynjar Hólm Grétarsson er á meðal markahæstu manna með 17 mörk, eins og þrír aðrir, en fjórir leikmenn hafa skorað meira en Brynjar.

  • Deild: Grill 66 deild karla
  • Leikur: HK - Þór
  • Staður: Kórinn
  • Dagur: Laugardagur 14. október
  • Tími: 14:00