Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Stjórn Þórs/KA hefur samið við knattspyrnudeild Stjörnunnar og fær Henríettu Ágústsdóttur (2005) á lánssamningi út tímabilið. Henríetta hefur nú þegar fengið félagaskipti í Þór/KA og leikheimild frá og með 30. apríl.
Henríetta á að baki 82 leiki og fjögur mörk í meistaraflokki, þar af 23 leiki í efstu deild og eitt mark með Stjörnunni. Hún kemur upphaflega úr röðum HK þar sem hún spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið í Lengjubikarnum í mars 2020. Hún skipti yfir í Stjörnuna fyrir tímabilið 2024 og spilaði 21 leik með liðinu í Bestu deildinni í fyrrasumar, auk tveggja leikja á nýhöfnu tímabili.
Henríetta er öflugur miðjumaður og á að baki 12 leiki með yngri landsliðum Íslands, U19, U17 og U16, en hún missti af tækifærinu til að komast á lokamót EM með U19 landsliðinu 2023 vegna meiðsla sem hún varð fyrir í upphafi ársins.
Þór/KA býður Henríettu velkomna í okkar öfluga hóp.