Ingimar til æfinga með U19

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 10.-12. október.

Æfingarnar fara fram í Miðgarði, Garðabæ, og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2024. Þar er Ísland í riðli með Danmörku, Frakklandi og Eistlandi í fyrstu umferð undankeppninnar, en leikið verður 15.-21. nóvember.

Þórsarinn Ingimar Arnar Kristjánsson er í hópnum. Ingimar skoraði 21 mark í 14 leikjum með 2.flokki í sumar og var þriðji markahæsti leikmaður landsins í þeim aldursflokki í sumar. Ansi vel af sér vikið, sérstaklega í ljósi þess að Ingimar lék innan við helming leikja með 2.flokki þar sem hann var hluti af meistaraflokki í allt sumar

Smelltu hér til að sjá hópinn í heild sinni.

7 Þórsarar í landsliðsverkefnum

Í komandi landsleikjaglugga verða því alls 7 Þórsarar í eldlínunni en gefinn var út leikmannahópur A-landsliðs og U21 í dag.

Aron Einar Gunnarsson og Kristian Nökkvi Hlynsson eru í A-landsliðshópi Íslands sem mætir sem mætir Lúxemborg og Liechtenstein í undankeppni EM 2024.

Jakob Franz Pálsson er í U21 landsliðshópi Íslands sem mætir Litháen í undankeppni EM 2024.

Ingimar Arnar Kristjánsson er í U19 landsliðshópi Íslands sem kemur saman til æfinga.

Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson eru í U17 landsliðshópi Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM 2024 á Írlandi.

Kristófer Kató Friðriksson er í U15 landsliðshópi Íslands sem hefur nú þegar hafið keppni á UEFA Development móti í Póllandi.

Óskum þessum öflugu fulltrúum okkar góðs gengis í sínum verkefnum.