KA/Þór úr leik í bikarkeppninni

Tap í Eyjum og þátttöku í bikarkeppninni lokið þetta árið.

KA/Þór mætti liði ÍBV í Eyjum í bikarkeppni HSÍ síðdegis í dag. Eyjaliðið hafði frumkvæðið frá upphafi þó munurinn hafi ekki verið mikill lengst af. Munurinn varð mestur fjögur mörk lengst af fyrri hálfleiks, en ÍBV náði að komast fimm mörkum yfir á lokamínútu fyrri hálfleiksins.

ÍBV náði að komast sex mörkum yfir snemma í seinni hálfleik, KA/Þór náði að minnka muninn niður í þrjú mörk þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Fljótlega eftir það fór að síga á ógæfuhliðina, Eyjakonur settu í fluggírinn og juku muninn smátt og smátt, mest upp í 11 mörk, 31-20, en unnu svo að lokum átta marka sigur, 33-25. Markvörður ÍBV, Marta Wawrzykowska var okkar konum erfið og var með 47,2% markvörslu.

Mörk og markvarsla

KA/Þór
Mörk: Nathalia Soares 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 5, Hildur Lilja Jónsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 4, Júlía Sóley Björnsdóttir 1, Svala Björk Svavarsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 7 (18,4%), Sif Hallgrímsdóttir 1 (33,3%).

ÍBV
Mörk: Harpa Valey Gylfadóttir 7, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6, Sunna Jónsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Ingibjörg Olsen 3, Birna Berg Haraldsdóttir 3, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Amelía Einarsdóttir 1, Bríet Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 17 (47,2%), Tara Sól Úranusdóttir 2 (33,3%).

Leikskýrslan á vef HSÍ.
Tölfræði og gangur leiksins á hbstatz.is.

Þátttöku KA/Þórs er því lokið í bikarkeppninni að sinni. Næsti leikur liðsins verður ekki fyrr en á nýju ári, þegar stelpurnar mæta liði Selfoss á útivelli í Olís-deildinni. Óhætt að segja að sá leikur sé mikilvægur því Selfyssingar sitja í næstneðsta sætinu með fjögur stig, tveimur stigum á eftir KA/Þór.