Kató lék sína fyrstu landsleiki í Póllandi

Kató er lengst til hægri í fremri röð. Mynd:KSÍ
Kató er lengst til hægri í fremri röð. Mynd:KSÍ

Þórsarinn Kristófer Kató Friðriksson lék sína fyrstu unglingalandsleiki í liðinni viku þegar hann tók þátt í UEFA Development móti með íslenska U15 landsliðinu í fótbolta.

Íslenska liðið lék gegn jafnöldrum sínum frá Spáni, Póllandi og Wales.

Kató hóf leik á varamannabekknum í fyrsta leik Íslands sem var gegn Spánverjum en kom inn af bekknum þegar hálftími lifði leiks. Spánn vann leikinn 4-1.

Kató var í byrjunarliði í hinum tveimur leikjunum; spilaði allan leikinn á miðjunni í fræknum 2-4 sigri á Póllandi og lék fyrsta klukkutímann í 2-1 tapi gegn Wales.

Dýrmæt reynsla í reynslubankann hjá Kató og félögum. Óskum við honum til hamingju með sína fyrstu landsleiki.