Kató og félagar í U17 unnu riðilinn

Mynd af vef KSÍ. 
Kató lengst til hægri í efri röð af leikmönnunum.
Mynd af vef KSÍ.
Kató lengst til hægri í efri röð af leikmönnunum.

Kristófer Kató Friðriksson var fulltrúi Þórs í U17 landsliði Íslands sem vann riðilinn sinn í fyrstu umferð undankeppni EM.

Kató var í byrjunarliði Íslands sem vann 3-4 sigur á Grikkjum í dag en leikið var í Georgíu. Sigurinn var enn sterkari í ljósi þess að íslenska liðið lék manni færri frá því á 39.mínútu.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna.

Áður hafði Ísland unnið 1-5 sigur á heimamönnum í Georgíu þar sem Kató hóf leik á bekknum en kom inná þegar stundarfjórðungur lifði leiks.

Kató hefur þar með leikið átta landsleiki fyrir yngri landslið Íslands en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils hjá Þór vegna meiðsla. Hann tóku engu að síður þátt í lokasprettinum hjá 2.flokki þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í haust.

Við óskum Kató og félögum í U17 til hamingju með árangurinn.