Kjarnafæði-Norðlenska styrkir Þór/KA

Við undirritun samningsins
Við undirritun samningsins

Þór/KA hefur um árabil átt farsælt samstarf við stóru kjötiðnaðarfyrirtækin á Norðurlandi, Kjarnafæði og Norðlenska. Í gær var undirritaður nýr samstarfssamningur við sameinað fyrirtæki.

Eins og kunnugt er hafa fyrirtækin, ásamt SAH afurðum sameinast í stærsta kjötiðnaðarfyrirtæki landsins og því fagnaðarefni fyrir Þór/KA að eiga gott samstarf við fyrirtækið, eins og raunin hefur verið mörg undanfarin ár við bæði Norðlenska og Kjarnafæði. Samstarfið hefur verið með ýmsum hætti og félagið meðal annars leikið með merki Goða á keppnisbúningum meistaraflokks.

Það voru þau Guðrún Una Jónsdóttir úr stjórn Þórs/KA og Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri sem undirrituðu nýjan samstarfssamning í blíðunni á Akureyri í gær. Samningurinn gildir til tveggja ára og er í raun framhald á formlegu og óformlegu samstarfi sem félagið hefur átt við Norðlenska og Kjarafæði.