Kjarnafæðimótið í fótbolta hefst um komandi helgi

Knattspyrnufólkið okkar er að búa sig undir að setja í keppnisgírinn aftur. Fram undan er hið árlega Kjarnafæðimót og eins og undanfarin ár verða nokkrir leikir bæði hjá körlum og konum á dagskrá fyrir jól. Lengjubikarinn hefst síðan snemma í febrúarmánuði.

Þór sendir tvö lið til keppni í Kjarnafæðismótinu og Þór/KA tvö lið. Drög að leikjadagskrá liggja fyrir og eru birt hér með fyrirvara um breytingar. Leikirnir hafa einnig verið settir inn í mótakerfið hérna á vefnum og ef flett er niður á forsíðunni birtast „Næstu leikir“, fyrst koma þrír næstu leikir, en síðan er hægt að fletta á næstu þrjá og aftur á næstu þrjá þar á eftir. Við reynum að fylgjast með breytingum sem gerðar kunna að vera á tímasetningum leikja og uppfæra mótakerfið í samræmi við þær.

Mótið og riðlarnir hafa verið sett upp í mótakerfi KSÍ og þar má sjá leikjadagskrár, leikskýrslur og stöður:
Kvennadeild (Þór/KA og Þór/KA2)
Karlar, A-deild, riðill 1 (Þór2)
Karlar, A-deild, riðill 2 (Þór)

Í töflunni hér að neðan eru leikir Þórs, Þórs2, Þórs/KA og Þórs/KA2 settir upp í tímaröð. Allir leikir þessara liða fara fram í Boganum.

Dagsetning Tími Deild Leikur
 Fös. 09.12. 19:00   A-deild KK, riðill 1   KA - Þór2
 Sun. 11.12. 15:00   Kvennadeild   FHL - Þór/KA2
 Mið. 14.12. 18:00   A-deild KK, riðill 2   KA2 - Þór
 Fös. 16.12. 20:00   Kvennadeild   Þór/KA - Tindastóll
 Sun. 18.12. 12:15   A-deild KK, riðill 2   KF - Þór
 Sun.  08.01. 12:15   A-deild KK, riðill 1   Þór2 - Völsungur
 Sun. 08.01 15:00   Kvennadeild   ÞórKA2 - Þór/KA
 Sun. 15.01. 12:15   A-deild KK, riðill 2   Þór - KFA
 Sun. 15.01. 15:00   Kvennadeild   Tindastóll - Þór/KA2
 Sun. 15.01. 17:00   A-deild KK, riðill 1   Þór2 - Tindastóll
 Lau. 21.01. 19:00   Kvennadeild   Þór/KA2 - Völsungur
 Sun. 22.01. 12:15   A-deild KK, riðill 2   Þór - Magni
 Sun. 22.01. 15:00   Kvennadeild   Þór/KA - FHL
 Lau. 28.01. 19:00   A-deild KK, riðill 1   Dalvík/Reynir - Þór2
Sun. 29.01. 15:00   Kvennadeild   Völsungur - Þór/KA

Lengjubikarinn hefst í febrúar

Drög að leikjadagskrá í Lengjubikar karla og kvenna liggja fyrir á vef KSÍ. 

Þórsarar eru í riðli 4 í A-deildinni ásamt Fjölni, Fylki, K.A., Keflavík og Þrótti. Samkvæmt drögum að leikjadagskrá fara leikirnir fram á bilinu 10. febrúar til og með 11. mars. Fyrsti leikur Þórs er á dagskrá sunnudaginn 12. febrúar, gegn Keflavík í Boganum.

Þór/KA er í riðli 1 í A-deild, ásamt FH, KR, Selfossi, Val og Þrótti. Samkvæmt drögum að leikjadagskrá fara leikirnir fram á bilinu 11. febrúar til og með 19. mars. Fyrsti leikurinn hjá Þór/KA er áætlaður laugardaginn 11. febrúar gegn FH í Boganum.