Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Stjórn Þórs/KA hefur samið við Örnu Sif Ásgrímsdóttur til næstu tveggja ára. Arna Sif gengur til liðs við félagið frá Val þar sem samningur hennar rennur út 16. nóvember.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvílíkur fengur það er fyrir Þór/KA að fá Örnu Sif til liðs við félagið, bæði sem gríðarlega reynslumikla og öfluga knattspyrnukonu og ekki síður sem leiðtoga innan og utan vallar.
Það er í raun óþarfi að kynna Örnu Sif fyrir Akureyringum og öðru stuðningsfólki félagsins, svo samofin er ferill hennar sögu Þórs/KA á ákveðnum tímabilum. Hún er fædd og uppalin á Akureyri, æfði og spilaði með yngri flokkum Þórs og var kornung komin inn í hópinn í meistaraflokki félagsins.
Arna Sif á samanlagt að baki 425 meistaraflokksleiki, þar af 401 leik og 74 mörk í KSÍ-mótum og Evrópukeppnum. Þar af eru 290 leikir fyrir Þór/KA. Auk þess spilaði hún 19 leiki í efstu deild Svíþjóðar 2015 og fimm leiki í efstu deild á Ítalíu 2017. Leikirnir í efstu deild hér á landi eru orðnir 272, mörkin 47, þar af 197 leikir fyrir Þór/KA.
Þá á hún að baki 19 landsleiki og eitt landsliðsmark, auk 59 leikja með yngri landsliðum Íslands.
Nánar á vef Þórs/KA - Arna Sif Ásgrímsdóttir gengur til liðs við Þór/KA