Komast U19 strákarnir í undanúrslit?

Bjarni Guðjón Brynjólfsson í leiknum gegn Spánverjum í fyrstu umferðinni. Ljósmynd KSÍ: Hulda Margré…
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í leiknum gegn Spánverjum í fyrstu umferðinni. Ljósmynd KSÍ: Hulda Margrét

Bjarni Guðjón Brynjólfsson er mættur aftur í byrjunarliðið hjá U19 sem mætir Grikkjum í kvöld kl. 19 í lokaleik riðilsins á lokamóti EM U19. Ísland á möguleika á að komast í undanúrslit með sigri, en því aðeins að Norðmenn tapi fyrir Spánverjum.

Bjarni var í leikbanni þegar íslenska liðið gerði jafntefli við Norðmenn í öðrum leik sínum í mótinu, en hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum þegar okkar menn töpuðu fyrir Spánverjum. Norðmenn unnu Grikki í fyrstu umferðinni og eru því með fjögur stig, en Íslendingar geta náð þeim með sigri í kvöld, ef Norðmenn tapa fyrir Spánverjum.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Rúv 2: Beint | RÚV Sjónvarp (ruv.is)