Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarinn Lucas Vieira Thomas dvaldi á dögunum í Sviss þar sem honum var boðið að koma og æfa hjá svissneska úrvalsdeildarfélaginu Winterthur.
Lucas er 16 ára gamall markvörður, fæddur árið 2009 og var því á eldra ári 3.flokks síðasta sumar en lék nær eingöngu með 2.flokki hjá Þór.
Hann stóð meðal annars milli stanganna þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 3-1 sigri á Breiðablik í lokaumferð Íslandsmótsins í haust. Lucas var einnig hluti af Íslandsmeistaraliði Þórs í 3.flokki 2024.
Lucas æfði með U17 ára liði Winterthur og lét vel af dvöl sinni í Sviss.
Við óskum okkar manni til hamingju með þetta flotta tækifæri.