María valin nýliði ársins hjá Linköping

Mynd af vef Linköping.
Mynd af vef Linköping.

Þórsarinn María Catharina Ólafsdóttir Gros var útnefnd upprennandi stjarna knattspyrnufélagsins Linköping fyrir leik liðsins gegn Íslendingaliði Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

María, sem var leyst út með blómvendi og ávísun upp á 10.000 sænskar krónur, fagnaði heiðursnafnbótinni með því að skora eitt mark og leggja upp annað í 2-2 jafntefli.

Hún hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi verið að berjast í neðri hluta deildarinnar. Markið í gær var hennar sjöunda deildarmark á tímabilinu og er hún markahæsti leikmaður Linköping. Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og er Linköping í 13.sæti af fjórtán liðum deildarinnar.

Við bendum á ítarlega umfjöllun á vef Þór/KA sem var gerð þegar María var í fyrsta skipti valin í A-landslið Íslands á dögunum. Sjá hér.