Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarinn María Catharina Ólafsdóttir Gros var útnefnd upprennandi stjarna knattspyrnufélagsins Linköping fyrir leik liðsins gegn Íslendingaliði Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
María, sem var leyst út með blómvendi og ávísun upp á 10.000 sænskar krónur, fagnaði heiðursnafnbótinni með því að skora eitt mark og leggja upp annað í 2-2 jafntefli.
Hún hefur átt flott tímabil þótt Linköping hafi verið að berjast í neðri hluta deildarinnar. Markið í gær var hennar sjöunda deildarmark á tímabilinu og er hún markahæsti leikmaður Linköping. Ein umferð er eftir af deildarkeppninni og er Linköping í 13.sæti af fjórtán liðum deildarinnar.