Nýir samstarfssamningar knattspyrnudeildar

Frá undirritun samstarfssamninga. Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, Nanna Rut …
Frá undirritun samstarfssamninga. Sveinn Elías Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, Nanna Rut Guðmundsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri Nettó á Akureyri, og Reynir Eiríksson, framkvæmdastjóri Vélfags ehf.

 

Knattspyrnudeild Þórs gerði á dögunum samstarfssamninga við tvö fyrirtæki, Vélfag ehf. og Nettó/Samkaup.

Hér er um tvö fyrirtæki sem ekki hafa áður verið í beinu samstarfi við knattspyrnudeild Þórs, nema hvað Samkaup og Nettó hafa um áraraðir átt í samstarfi við Þór/KA. Vélfag ehf. er einnig nýr stamstarfsaðili knattspyrnudeildarinnar.

Samningur knattspyrnudeildarinnar við Vélfag ehf. er til tveggja ára, en samningurinn við Samkaup/Nettó er til eins árs. Stjórn knattspyrnudeildar lýsir yfir mikilli ánægju með að fá þessi fyrirtæki til samstarfs við félagið.