Pétur Orri með U15 til Færeyja

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið tuttugu leikmenn til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Færeyingum.

Í þeim hópi er Þórsarinn Pétur Orri Arnarson.

Pétur er varnarmaður og hefur spilað vel í sumar með 3.flokki sem hefur átt góðu gengi að fagna í Íslandsmótinu.

Pétur heldur utan til Færeyja dagana 15. – 19. ágúst næstkomandi þar sem íslenska liðið mun mæta jafnöldrum sínum frá Færeyjum.

Óskum Pétri til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu.