Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Okkar kona í þýska boltanum, Sandra María Jessen, hefur byrjað feril sinn hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Köln virkilega vel en hún var seld til þýska liðsins frá Þór/KA í sumar.
Sandra María gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri á Hamburg og hefur þar með skorað átta mörk í tólf leikjum með Köln á tímabilinu sem gerir hana að markahæsta leikmanni deildarinnar ásamt Vanessu Fudalla (Bayern Munchen) og Larissu Muhlhaus (Werder Bremen).
Íslenskir fjölmiðlar hafa fjallað um þrennuna og RÚV slær því föstu að Sandra sé fyrsta íslenska knattspyrnukonan til að skora þrennu í þýsku úrvalsdeildinni en nokkrar af bestu knattspyrnukonum Íslands í sögunni hafa leikið í þýsku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða fullkomna þrennu sóknarmannsins en mörkin gerði Sandra með hægri fæti, vinstri fæti og með skalla en myndband af mörkunum má sjá á Instagram hér neðst í fréttinni.
Köln er sem stendur í áttunda sæti Bundesligunnar með átján stig en alls leika fjórtán lið í deildinni.
View this post on Instagram